Stefán Jóhann Stefánsson |
|||||||
![]() |
|||||||
Heimilisfaðir í Reykjavík, uppalinn á Ísafirði, hagfræðingur, stjórnmálafræðingur og áhugamaður um uppbyggilegar aðstæður fyrir mannlífið hvar sem er |
|||||||
Skrýtin setning:
|
Það hafa verið miklar annir víða, m.a. hér, og því ekki mikill tími til þess að sinna þessari síðu. En í lok flenskuskots reikaði hugurinn aftur hingað og því tilraun gerð til að bæta hér einhverju við til að sjá hvort síðan virkar enn.
Sunnudagur 4.
apríl 2009:
Að hlusta á ýmsa þessa dagana og
lesa það sem þeir skrifa er eins og að horfa á mann sem skríður
fjórum fótum í flæðarmálinu og segist þurfa að ausa úthafið
þurrt til að komast yfir djúpið.
Sunnudagur 22.
mars 2009:
Þótt ég hafi ekki átt við þessa
síðu í ríflega hálft ár og sjálfsagt fáir saknað þess, enda af
nægu að taka í yfirorðfullum bloggheimum, drep ég hér niður
lykli mér til hugfróunar í einskærri gleði yfir fallegu veðri og
fögru mannlífi.
Mánudagur 28. júlí 2008:
Litir náttúrunnar heilluðu
ljósmyndara sem voru á ferð um Strandir og við Djúp fyrir
nokkru. Meðfylgjandi er mynd sem tekin er á gönguleiðinni frá
Aðalvík til Hesteyrar, nánar tiltekið af Sléttu. Sjórinn var
óvenjublár þennan dag. Fyrir miðri mynd má sjá hvlíta bletti sem
er byggðin á eyrinni á Ísafirði.
Mánudagur 28. júlí 2008: Drangajökull gnæfði í allri sinni dýrð yfir botni Jökulfjarða (Leirufjarðar og Hrafnsfjarðar).
Sunnudagur 27. júlí 2008:
Í gær ákváðum við að skella okkur
í stutta fjallgöngu. Ætlunin var að ganga á
Fimmtudagur 24. júlí 2008:
Ég dvaldi um daginn á Ísafirði og
gekk á fjöll auk þess að spila fótbolta. Þetta var frábær ferð
þótt varla sé í frásögur færandi. Engan sjá ég hvítabjörninn
þótt rýnt væri í skaflana þegar gengið var á Hornströndum úr
Aðalvík yfir á Hesteyri. Ekki heldur þegar gengið var úr
Seljalandsdal inn af Ísafirði yfir Kistufell og ofan í
Bolungarvík. Þeir voru heldur ekkert sérstaklega bangsalegir á
fótboltavellinum á Ísafirði sem ég lék mér við þegar ég var
lítill - og líka um daginn, sbr. meðf:
|
||||||
Stefán Jóhann Stefánsson, netfang: stefan.johann@islandia.is, sími 895-0532 |
|||||||
Greinar |
Ræður |
Málefni |
Áhugavert efni |
Senda póst til SJS |
Ástandið batnað?
Jú, eitthvað hefur þetta nú
skánað hér á landi. Atvinna að aukast, skuldamálin eitthvað að lagast,
en uppgjörið við hrunið heldur áfram af fullum þunga hjá sumum. Líklega
eru þó flestir farnir að huga að öðru.
Undarlegur vetur
(2009-2009):
Atburðir sem átt hafa sér stað
í vetur munu setja mark sitt á þjóðina næstu árin og áratugina. Því er
ekki óeðlilegt að rætur atburðanna og þar með saga liðinna ára sé skoðuð
af yfirvegun. Sú hætta er náttúrulega ávallt fyrir hendi að hin almenna
sagan sé skráð út frá sjónarhóli tiltekinnar sögu þeirra sem skrásetja.
Því þarf að gera kröfu um fagleg vinnubrögð og fjölbreytt sjónarhorn.